Einbeita sér – ekki tuða

Donna Key Henry snýr á varnarmann Vals í leiknum í …
Donna Key Henry snýr á varnarmann Vals í leiknum í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér fannst stress í fyrri hálfleik en í þeim seinni var þetta mun betra og við vorum yfirvegaðar,“ sagði Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, eftir sætan 3:0 sigur á Val í baráttu toppliðanna í efstu deild kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í dag en sigurinn skilaði Stjörnunni einnig í efsta sætið.

Berglind Hrund var undir álagi í byrjun en síðan öryggið uppmálað þegar leið á leikinn. „Það er alltaf smá rígur á milli Vals og Stjörnunnar svo ég bjóst við svona byrjun.  Við náðum svo að halda einbeitingu og gættum þess að fara ekki á sama plan og Valsliðið, það fór mikið að tuða en við héldum einbeitingu. Deildin er jöfn en ef við höldum svona áfram erum við að fara að vinna deildina en þá gildir að halda einbeitingunni,“ bætti markvörðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert