Þórsarar með magnaða endurkomu

Þór mætir Fjarðabyggð.
Þór mætir Fjarðabyggð. Skapti Hallgrímsson

Þór sigraði Fjarðabyggð 3:2 í Inkasso-deild karla í knattspyrnu á Eskifirði í dag en Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvö mörk undir lok leiks sem tryggðu Þórsurum sigurinn.

Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir strax á 9. mínútu með marki úr vítaspyrnu og þar við sat í hálfleik.

José Embalo jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks áður en Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð yfir átta mínútum síðar.

Gunnar Örvar Stefánsson sá svo til þess að Þór færi með sigur af hólmi með því að skora tvö mörk á 85. og 88. mínútu. Lokatölur því 3:2 fyrir Þór sem tekur toppsætið í deildinni með 16 stig en Fjarðabyggð er í 9. sæti með 6 stig.

Leik lokið. Þór vinnur þennan leik á magnaðan hátt. Þvílík endurkoma í dag. Umfjöllun kemur innan skamms.

88. MAARK!! Fjarðabyggð 2:3 Þór. Gunnar Örvar að skora aftur fyrir Þór!!! Er hann að tryggja þetta?

85. MAAARK!! Fjarðabyggð 2:2 Þór. Gunnar Örvar Stefánsson að jafna fyrir Þór. Tekst þeim að ná í öll stigin?

59. MAAAAARK!!! Fjarðabyggð 2:1 Þór. Víkingur Pálmason að koma Fjarðabyggð yfir aðeins átta mínútum eftir að hafa jafnað. Mögnuð endurkoma.

51. MAAAAARK!!! Fjarðabyggð 1:1 Þór. Jose Alberto Djalo Embalo að jafna metin fyrir Fjarðabyggð.

46. Síðari hálfleikur er kominn af stað.

Hálfleikur. 

9. MAAAAAARK!!! Fjarðabyggð 0:1 Þór. Jóhann Helgi Hannesson skorar úr vítaspyrnu.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Fylgst verður með gangi mála hér að ofan.

Byrjunarlið Fjarðabyggðar:

1. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Emil Stefánsson
6. Stefán Þór Eysteinsson (f)
7. Loic Mbang Ondo
8. Aron Gauti Magnússon
10. Jose Embalo
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason
19. Sveinn Fannar Sæmundsson
23. Haraldur Þór Guðmundsson

Byrjunarlið Þórs:

28. Sandor Matus (m)
3. Bjarki Aðalsteinsson
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson
10. Sveinn Elías Jónsson (f)
12. Hákon Ingi Einarsson
19. Sigurður M. Kristjánsson
22. Reynir Már Sveinsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert