Nú þurfum við að tengja saman sigra

Oddur Ingi Guðmundsson og Tonci Radovnikovic, leikmenn Fylkis, sækja að …
Oddur Ingi Guðmundsson og Tonci Radovnikovic, leikmenn Fylkis, sækja að Dofra Snorrasyni, leikmanni Víkings. mbl.is/Þórður Arnar

„Það er ofboðslega þungu fargi af okkur létt. Við ræddum það í hálfleik að færa þann kraft sem hefur verið á æfingasvæðinu í vikunni inn á völlinn og það gekk eftir,“ sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, í samtali við mbl.is eftir 1:0 sigur liðsins gegn Víkingi Reykjavík í níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Ég fékk nokkur færi í þessum leik og hefði hæglega getað skorað. Mér er hins vegar alveg sama fyrst að við vinnum. Ég vil mikið frekar vinna án þess að skora, en að skora í tapleik. Nú náum við vonandi að tengja saman nokkra sigurleiki og mjaka okkur upp töfluna,“ sagði Albert Brynjar enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert