Skortir stöðugleika í liðið

Mynd úr leik liðanna í kvöld.
Mynd úr leik liðanna í kvöld. mbl.is/Þórður Arnar

„Það skortir stöðugleika í spilamennsku okkar og við náum ekki að fylgja eftir góðum sigri í síðasta leik. Það hefur verið saga okkar í allt sumar að við náum ekki upp stöðugleika,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings Reykjavíkur, í samtali við mbl.is eftir 1:0 tap liðsins gegn Fylki í níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 

Eftir góðan leik og flotta sigra þá leikum við illa í næsta leik og það er ekki nógu gott. Það er hins vegar nóg eftir af mótinu og við verðum bara að rífa okkur upp og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ sagði Milos enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert