Jákvætt að þetta verður ekki verra

Þór/KA átti í basli gegn Val í dag.
Þór/KA átti í basli gegn Val í dag. mbl.is/Ófeigur

„Ég held tapið hafi minnst með Val að gera, heldur að toppstykkið okkur hafi verið skilið eftir í klefanum fyrir leikinn eða á Akureyri,“  sagði Karen Nóadóttir fyrirliði Þórs/KA eftir 6:1 tap fyrir Val að Hlíðarenda í dag. 

„Það á enginn að tapa með fimm marka mun, hvort sem er í þessari eða hvaða deild sem er og auðvitað setur þessi leikur svakalegt strik í reikninginn með að blanda sér í baráttuna á toppnum en við höfum séð að það er mikið af óvæntum úrslitum í þessari deild og getur allt gerst svo við afskrifum ekki neitt.  Það er bara þriðjungur búinn af mótinu og nóg eftir en auðvitað gerðum við ekki góða hluti í þessum leik.“

Akureyringar byrjuðu mótið með tapi en síðan stórum sigri, eins gegn FH í síðasta leik.  „Við höfum okkar markmið og þurfum ekkert endilega að gefa það út en það er örugglega ekki að tapa með fimm marka mun, hvort sem er hér eða heima  Við ætlum að vera eins ofarlega í töflunni og við getum en ef við spilum svona í sumar það sem eftir er getum við kvatt strax svo ég held að eina jákvæða úr þessu leik er að það verður ekki verra,“ bætti fyrirliðinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert