Öruggt hjá Blikum í Eyjum

Rakel Hönnudóttir með boltann í leiknum í dag.
Rakel Hönnudóttir með boltann í leiknum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

Breiðablik sigraði ÍBV 4:0 í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leikið var á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Blikar taka því toppsætið en liðið er með 14 stig og án taps eftir sex umferðir.

Ferð Blika til Vestmannaeyja reyndist nokkuð þægileg. Blikarnir spiluðu mun betur í dag og á 21. mínútu leiksins skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir fyrsta mark leiksins úr aukaspyrnu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Blikaliðið bætti við þremur mörkum í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum í tveggja marka forystu á 63. mínútu og tveimur mínútum síðar var Svava Rós Guðmundsdóttir búin að skora þriðja markið.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varð svo fyrir því óláni að blaka boltanum í eigið net eftir skot frá Hallberu og lokatölur því 4:0 fyrir Blikum sem taka toppsætið með 14 stig. ÍBV er áfram með 6 stig í áttunda sæti.

ÍBV 0:4 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Þetta er búið á Hásteinsvelli. Blikar fara með öruggan sigur af hólmi í dag og tylla sér á toppinn með 14 stig. Liðið er ósigrað í Pepsi-deildinni eftir sex umferðir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert