Valskonur hrukku í gang og þrenna Elínar Mettu

Úr leik Vals og Þór/KA í dag.
Úr leik Vals og Þór/KA í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Valskonur virðast ætla að reka af sér slyðruorðið varðandi sóknarleikinn og með 6:1 sigri á Þór/KA að Hlíðarenda í dag tókst þeim líka að taka aftur þriðja sætið í efstu deild kvenna þar sem Elín Metta Jensen skoraði þrennu.

Örlítið hik var á Valskonum í byrjun en svo hófst sóknarleikurinn. Á 9. Mínútu afgreiddi Elín Metta Jensen góða sendingu Margrétar Láru Viðarsdóttur og á 23. Mínútu fór laust skot Laufeyjar Björnsdóttir rólega í bláhornið.  

Síðari hálfleikur hóst á svipuðum nótum og eftir aðeins sjö mínútna leik skoraði Elín Metta annað mark sitt og þriðja Vals, eftir frábæra rispu upp hægri kantinn.  Loks kom að Margréti Láru, sem hafði ekki farið vel með færin sín.  Reyndar átti hún stórkostlegt skot úr aukaspyrnu en markvörður Þór/KA varði glæsilega í slánna á 72. mínútu.

Elín Metta kórónaði síðan góðan leik sinn með þriðja marki sínu undir lokin en Margrét Lára átti lokaorðið með hnitmiðuðu skot upp í hornið þegar boltinn hrökk af slánni eftir hörkuskot.   Eitthvað slævði þetta mark vörn Vals eða jók hug gestanna og Margrét Árnadóttir, nýkomin inná sem varamaður, minnkaði muninn í 6:1.

Með sigrinum tókst Valskonum að taka aftur þriðja sæti deildarinnar, komnar með 11 stig eftir 6 leiki og mæta ÍA í næsta leik en Þór/KA fór aftur í fjórða sætið og mætir Selfossi í næsta leik.

Valur 6:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert