KR með fínt veganesti í útileikinn

Úr leik KR og Glenavon í kvöld.
Úr leik KR og Glenavon í kvöld. Mbl.is/Þórður

KR bar sigurorð af norður-írska liðinu Glenavon, 2:1, í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu á Alvogen-vellinum í kvöld. 

Glenovan komst yfir með marki Simon Kelly á 13. mínútu leiksins, en hann skallaði boltann í autt markið eftir slæm mistök Stefáns Loga Magnússonar. 

Þung sókn KR bar svo árangur á 39. mínútu leiksins þegar Pálmi Rafn Pálmason hamraði boltann í netið af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Óskars Arnar Haukssonar og Finns Orra Margeirssonar. 

Það var svo Hólmbert Aron Friðjónsson sem tryggði KR sigurinn með marki sínu úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Skúli Jón Friðgeirsson var felldur inni í vítateig Glenovan. 

Liðin mætast á nýjan leik eftir slétta viku, þann 7. júli á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi.

KR 2:1 Glena­von opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert