Tvær þrennur í sigri Stjörnunnar

Stjarnan mætir ÍA í kvöld.
Stjarnan mætir ÍA í kvöld. Ófeigur Lýðsson

Stjarnan sigraði ÍA nokkuð örugglega, 6:0, í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld en leikið var á Samsung-vellinum. Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir gerðu báðar þrennu.

Það tók Stjörnuna tíma til að brjóta niður vörn Skagamanna en fyrsta markið kom á 34. mínútu og var þar að verki Harpa Þorsteinsdóttir. Katrín Ásbjörnsdóttir bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks en í þeim síðari rigndi inn mörkum.

Katrín var ekki lengi að fullkomna þrennu sína. Hún skoraði á 49. mínútu og svo aftur fjórum mínútum síðar. Harpa lék sama leik en á 58. mínútu skoraði hún úr vítaspyrnu og tveimur mínútum síðar var þrennan komin í hús.

Lokatölur 6:0 fyrir Stjörnukonum en þær eru í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. ÍA er áfram í botnsætinu með 1 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik lokið. Stjarnan fer með sigur af hólmi og tekur toppsætið í deildinni. ÍA er áfram með 1 stig í neðsta sæti.

60. MAAAARK!!! Stjarnan 6:0 ÍA. Harpa að fullkomna þrennu sína gegn ÍA. Þvílíkur leikur í Garðabæ.

58. MAAAARK!!! Stjarnan 5:0 ÍA. Harpa Þorsteinsdóttir að skora úr víti fyrir Stjörnuna.

53. MAAAARK!!! Stjarnan 4:0 ÍA. Katrín að fullkomna þrennu sína í Garðabæ. Sigurinn svo gott sem komið í höfn.

49. MAAAARK!!! Stjarnan 3:0 ÍA. Katrín Ásbjörnsdóttir að bæta við þriðja marki Stjörnunnar og öðru marki sínu í dag.

46. Síðari hálfleikur er kominn af stað.

Hálfleikur. 

41. MAAAAARK!!! Stjarnan 2:0 ÍA. Katrín Ásbjörnsdóttir að bæta við öðru marki fyrir hálfleik.

34. MAAAAAARK!!! Stjarnan 1:0 ÍA. Harpa Þorsteinsdóttir, hver önnur? Hún er að koma Stjörnunni yfir eftir rúmlega hálftímaleik.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin birtast hér fyrir neðan.

Stjarnan: Berglind Hrund Jónasdóttir (M), Ana Victoria Cate, Jenna McCormick, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Guðrún Karitas Sigurðardóttir, Donna Key Henry, Bryndís Björnsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir.

ÍA: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (M), Megan Dunnigan, Rachel Owens, Aníta Sól Ágústsdóttir, Jaclyn Pourcel, Gréta Stefánsdóttir, Maren Leósdóttir, Bryndís Rún Þórólfsdóttir, Heiður Heimisdóttir, Veronica Líf Þórðardóttir, Sandra Ósk Alfreðsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert