Leyfum okkur að vera fúlar í kvöld

Anna Björk Kristjánsdóttir , fyrir miðju, tekur af stað eftir …
Anna Björk Kristjánsdóttir , fyrir miðju, tekur af stað eftir að varnarmaður hreinsar úr teignum. Árni Sæberg

„Við verðum fúlar í kvöld og leyfum okkur það en síðan þarf að skrúfa hausinn aftur á og mæta til leiks þegar við förum á Akureyri. Nú er bikarinn búinn og þá er bara eitt mót sem við einbeitum okkur að og við ætlum að klára það,“sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í sam­tali við mbl.is eft­ir 3:2 tap liðsins gegn Breiðabliki í undanúr­slit­um Bik­ar­keppni kvenna á Sam­sung-vell­in­um í kvöld.

Stjarnan lenti þremur mörkum undir áður en liðið kom til baka og skoraði tvö mörk. 

„Það var aðallega það að við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö mörk. Svo komum við inn í seinni hálfleik og ætlum að gera betur en fáum á okkur þriðja markið í andlitið. Það var erfitt að koma til baka eftir það en það sýnir karakter í liðinu að koma til baka og setja tvö mörk.“

„Við lokuðum ekki á þær nógu vel. Við vitum að Fanndís á það til að leita inn á við til að skjóta og við vorum búnar að tala um það. Það vantaði þessi litlu smátatriði sem skipti svo miklu máli í svona leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert