ÍBV mætir Blikum í bikarúrslitum

Natalia Gómez Junco, leikmaður Þórs/KA í baráttu við Natöshu Anasi, …
Natalia Gómez Junco, leikmaður Þórs/KA í baráttu við Natöshu Anasi, leikmann ÍBV, í leiknum í dag. Ljósmynd/Páll Jóhannesson

ÍBV skellti Þór/KA, 1:0, í framlengdum leik í undanúrslitum Borgunar-bikars kvenna í knattspyrnu í dag. Leikurinn var fremur bragðdaufur og bæði lið voru varfærin.

<span> Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn.</span><br/><br/>

Það var loks í framlengingunni sem eina mark leiksins kom. Það var Rebekah Bass sem skoraði á 112. mínútu og heimakonum höfðu ekki kraft til þess að jafna leikinn. Sigur ÍBV verður að teljast sanngjarn en þeirra langbesti maður, Cloe Lacasse, var eini leikmaður vallarins sem var að skapa usla og búa til marktækifæri.

<br/><br/>

Setja má spurningarmerki við hversu seint í leiknum Þór/KA gerði sínar skiptingar, ekki fyrr en allt var komið í óefni en áður en mark ÍBV kom virtist liggja í loftinu að eitt slíkt kæmi. Nokkrir leikmenn Þórs/KA voru algjörlega komnir að fótum fram en markið kom einmitt eftir slæm mistök hjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur sem hreinlega gaf frá sér boltann á miðjum vallarhelmingi sínum.

<br/><br/>

Breiðablik bar sigurorð af Stjörnunni, 3:2, í hinum undanúrslitaleiknum í gærkvöldi. Það verða því 

<span>ÍBV og Breiðablik sem mætast í </span><span>bikarúrslitaleiknum sem fram fer laugardaginn 12. ágúst á Laugardalsvellinum.</span><br/><br/>

Eyjakonur freistar þess þar að verða bikarmeistarar í annað skipti í sögunni, en liðið varð bikarmeistari í fyrsta og eina skipti í sögu félagsins árið 2004.

<br/><br/>

Bikarsaga Breiðabliks er öllu glæstari en hjá ÍBV, en liðið hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari í kvennaflokki. Breiðablik varð síðast bikarmeistari árið 2013, en liðið getur nálgast Val sem er sigursælasta félagið í bikarkeppni kvenna með 13 bikarmeistaratitla. 

Þór/KA 0:1 ÍBV opna loka
120. mín. ÍBV er á leið í úrslit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert