Ísland ellefta besta þjóð heims

Leikmenn íslenska kvennalandsliðsisns í knattspyrnu fagna marki gegn Makedóníu.
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsisns í knattspyrnu fagna marki gegn Makedóníu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er ellefta besta knattspyrnuþjóð í heimi samkvæmt útreikningum knattspyrnuþjálfarans Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA og íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í 22. sæti á styrkleikalista FIFA.

Sigurður Ragnar lagði saman árangur kvenna- og karlalandsliða í heiminum á fyrrgreindum listum og Ísland er fyrir neðan Þýskaland, Frakkland, Brasilíu, England, Spán, Bandaríkin, Kólumbíu, Belgíu, Ítalíu og Sviss á þeim lista sem fæst út úr þeim útreikningum.

Ísland er ein af fjórum Evrópuþjóðum sem tekist hefur að komast í átta liða úrslit í lokakeppni Evrópumóts kvenna og karla í knattspyrnu. Hinum þjóðunum sem hefur tekist það eru Þýskaland, Ítalía og Frakkland.  

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna marki gegn Liechtenstein.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna marki gegn Liechtenstein. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert