Mikilvægt stig í fallbaráttunni

Selfoss heimsælkir Leikni Fáskrúðsfjörð í Inkasso-deildinni í knattspyrnu karla í …
Selfoss heimsælkir Leikni Fáskrúðsfjörð í Inkasso-deildinni í knattspyrnu karla í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiknir Fáskrúðsfirði og Selfoss skildu jöfn, 1:1 þegar liðin mættust í 12. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag. Selfyssingar hófu leikinn af miklum krafti og Jose Tirado kom Selfoss yfir strax á annarri mínútu leiksins. 

Leiknir Fáskrúðsfirði jafnaði síðan metin eftir hálftíma leik og þar að var að verki Tadas Jocys sem skoraði eftir góðan sprett Guðmundar Arnars Hjálmarssonar.  Þetta er annað jafntefli beggja liða í röð, en Leiknir Fáskrúðsfirði gerði markalaust jafntefli við HK og Selfoss 3:3 jafntefli við Huginn á Seyðisfirði.

Leiknir Fáskrúðsfirði situr á botni deildarinnar með átta stig þremur stigum á eftir Haukum og HK sem eru í næstu sætum fyrir ofan fallsæti, en Selfoss er aftur á móti í sjötta sæti með 15 stig.  

90. Leik lokið með 1:1 jafntefli.

90. Arnór Ingi Gíslason sem nýverið kom inná sem varamaður hjá Selfossi var nálægt því að koma Selfoss yfir, en skot hans fór hárfínt framhjá marki Leiknis F.

82. Skipting hjá Leikni F. Guðmundur Arnar Hjálmarsson fer af velli og Marinó Óli Sigurbjörnsson kemur inná. 

80. Skipting hjá Selfossi. Jose Tirado fer af velli og Arnór Ingi Gíslason kemur inná. 

73. Kristófer Páll Viðarsson, leikmaður Leiknis F., kemst í fínt færi, en skot hans fer framhjá marki Selfoss. 

72. Skipting hjá Leikni F. Ignacio Poveda fer af velli og Dagur Már Óskarsson kemur inná. 

61. Skipting hjá Selfossi. Sindri Pálmason fer af velli og Arnar Logi Sveinsson kemur inná. 

57. James Mack nálægt því að koma Selfossi yfir á nýjan leik eftir góðan undirbúning Jose Tirado en Jose Omar Ruiz, leikmaður Leiknis F. kemst fyrir skot Mack.

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Reyðarfirði. 

45. Hálfleikur á Reyðarfjarðarhöllinni. Staðan er 1:1, en Jose Tirado kom Selfoss yfir á annarri mínútu leiksins og Tadas Jocys jafnaði metin fyrir Leikni F. eftir hálftíma leik. 

41. Hilmar Freyr Bjartþórsson, leikmaður Leiknis F., er áminntur með gulu spjaldi. 

35. Arkadiusz Jan Grzelak, leikmaður Leiknis F., er áminntur með gulu spjaldi. 

34. Skipting hjá Selfossi. Arnór Gauti Ragnarsson fer af velli og Ingi Rafn Ingibergsson kemur inná.

33. Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, er áminntur með gulu spjaldi. 

32. Heimamenn vilja fá vítaspyrnu eftir að Sólmundur Aron Björgólfsson fellur í vítateig Selfoss, en Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, er ekki á sama máli og dæmir ekkert. 

30. MAAARK. Leiknir F. - Selfoss, 1:1. Guðmundur Arnar Hjálmarsson geysist upp vænginn og sendir boltann fyrir á Tadas Jocys sem jafnar metin fyrir Leikni F. Skot Tadas Jocys hefur viðkomu í varnarmanni Selfoss áður en hann fer í markið. 

17. Arnór Gauti Ragnarsson, framherji Selfoss, hefur verið aðgangsharður upp við mark Leiknis Fáskrúðsfjarðar í dag, en hann hefur átt tvö skot að marki heimamanna án þess þó að ná að tvöfalda forystu Selfoss. 

2. MAAARK. Leiknir F. - Selfoss, 0:1. Jose Tirado kemur gestunum frá Selfossi yfir strax á annarri mínútu leiksins. Adrian Murcia, markvörður Leiknis F. ver skot Ivan Martinez, Jose Tirado hirðir frákastið og setur boltann í netið. 

1. Leikurinn er hafinn. 

Byrjunarlið Leiknis F.: Adrian Murcia - Guðmundur Arnar Hjálmarsson, JesusSuarez (F), Arkadiusz Jan Grzelak, Ignacio PovedaJose Omar RuizKristófer Páll Viðarsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson, Tadas Jocys, Andres SalasSólmundur Aron Björgólfsson.

Byrjunarlið Selfoss: Vignir Jóhannesson (M), Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Andrew James Pew (F), Jose TiradoSvavar Berg Jóhannsson, Ivan MartinezÞorsteinn Daníel Þorsteinsson, Giordano Pantano, James Mack, Arnór Gauti Ragnarsson, Sindri Pálmason.

Upplýsingar um atburði og markaskoarara eru fengnar hjá urslit.net og fotbolti.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert