Hilmar Árni tryggði Stjörnunni öll stigin

Stjörnumennirnir Ævar Ingi Jóhannesson og Hilmar Árni Halldórsson og Fylkismaðurinn …
Stjörnumennirnir Ævar Ingi Jóhannesson og Hilmar Árni Halldórsson og Fylkismaðurinn Tómas Þorsteinsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan sigraði Fylki, 2:1, í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan er áfram í öðru sæti með 23 stig en Fylkir því næst neðsta með 8.

Fyrri hálfleikur í Árbænum í kvöld var ekki mikið augnakonfekt. Barátta og barningur einkenndi leikinn og staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik.

Andrés Már Jóhannesson braut ísinn þegar hann skoraði laglegt skallamark eftir rúmlega 20 mínútna leik í seinni hálfleik. Ragnar Bragi gaf þá laglega sendingu inn í teiginn, Andrés stakk sér fram fyrir varnarmann og skoraði.

Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin úr aukaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Hann skaut boltanum í markmannshornið úr aukaspyrnu af um 20 metra færi. Hilmar var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið nokkrum andartökum fyrir leikslok með þrumuskoti.

Fylkir 1:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Baldur Sigurðsson (Stjarnan) á skalla sem er varinn Dauðafæri en skallar beint á Ólaf!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert