Stórleikur Skagamanna á heimavelli

Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, með boltann í leik liðanna á …
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, með boltann í leik liðanna á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍA sigraði ÍBV 2:0 þegar liðin mættust í 12. umferð Pepsi-deildar karla á Akranesvellinum í kvöld. Eyjamenn áttu fá svör við glæsilegri spilamennsku ÍA. 

Fimmti sigur Skagamanna í röð og þeir eru nú komnir á hæla efstu liða deildarinnar með 19 stig. Eyjamenn síga hinsvegar enn nær fallsvæði deildarinnar en þeir eru með 14 stig og hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum.

Fyrsta korterið var jafnt milli liða. Garðar Gunnlaugsson braut ísinn á 17. mínútu með þvílíkum þrumufleyg utan teigs. Þetta var áttunda mark Garðars í fimm leikjum og hans ellefta í deildinni í sumar. 

Eftir það hófst stórleikur Skagamanna. Þeir sóttu fast og brutu upp hverja sókn ÍBV á fætur annarri. Ármann Smári Björnsson var eins og klettur í vörninni og á 33. mínútu bætti hann við öðru marki ÍA þegar hann skallaði boltann inn eftir fyrirgjöf Jóns Vilhelms Ákasonar. 

ÍBV kom aðeins betur spilandi inn í seinni hálfleikinn en náði ekki að skapa sér mörg góð færi. Ekki einu sinni eftir að Darren Lough hjá ÍA var ranglega sendur af velli á 74. mínútu.

Skagamenn vörðust vel eftir rauða spjaldið, héldu áfram að sækja og eru vel að sigrinum komnir. 

ÍA 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. 3 mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert