Lars var ekki alltaf svona rólegur

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck fyrir leik Íslands og Austurríkis …
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck fyrir leik Íslands og Austurríkis á EM 2016. Skapti Hallgrímsson

Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur fengið þrjár vikur til þess að jafna sig á tapi íslenska liðsins gegn Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Lars fór um víðan völl í spjallþættinum Sommarkväll með Rickard Olsson sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

Lars greindi frá meginástæðu þeirrar stóísku róar sem umlykur hann á meðan hann stýrir liðum sínum á spennuþrungnum augnablikum. Lars kveðst hafa misst stjórn á skapi sínu á sínum yngri árum og hann hafi farið í naflaskoðun eftir það. 

 „Ef þú vilt að ég sé fullkomlega hreinskilinn og segi þér sannleikinn þá missti ég algerlega stjórn á skapi mínu við störf mín sem þjálfari á mínum yngri árum. Í þá daga var ég aðeins líflegri á hliðarlínunni en ég er núna og eitt sinn tók ég dómara hálstaki. Eftir það ákvað ég að taka mig sjálfan taki hvað þetta varðar og róa mig meðan ég stýri liðum mínum,“ sagði Lars í þættinum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert