Sindri aftur í Leikni

Sindri Björnsson er kominn aftur í Leikni.
Sindri Björnsson er kominn aftur í Leikni. Eva Björk Ægisdóttir

Leiknir R. hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir síðari hluta móts en Sindri Björnsson er kominn aftur til félagsins eftir að hafa verið á láni hjá Val.

Sindri, sem er fæddur árið 1995, var lánaður í Val fyrir tímabilið en hann lék átta deildarleiki auk þess sem hann lék þrjá bikarleiki.

Hann er nú kominn aftur í Leikni en ljóst er að það er mikill liðsstyrkur fyrir Breiðholtsliðið sem er í harðri toppbaráttu.

Sindri er kominn með leikheimild og getur því spilað gegn HK á miðvikudag.

Hann á að baki 77 leiki í bæði deild og bikar fyrir Leikni og þá hefur hann gert 16 mörk í þeim leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert