Félögin munu ræða saman um helgina

Gary Martin, leikmaður Víkings í baráttu Indriði Sigurðsson, leikmann KR, …
Gary Martin, leikmaður Víkings í baráttu Indriði Sigurðsson, leikmann KR, í leik liðanna í gær. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Eins og greint var frá á mbl.is í gær er framherjinn Gary John Martin, sem leikið hefur með Víkingi Reykjavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar, staddur í Lilleström þar sem hann er til reynslu hjá félaginu. Félögin munu svo ræða málin um helgina og ákveða hvort af félagaskiptum enska framherjans verður. Gary Martin hittir fyrir fyrrverandi þjálfara sinn hjá KR, Rúnar Kristinsson, en hann er þjálfari Lilleström. 

„Gary Martin hélt til Lilleström í morgun þar sem hann er að skoða aðstæður og forráðamenn Lilleström meta það hvort Martin henti liðinu. Félögin munu svo ræða málin um helgina og viðræður munu líklega hefjast á laugardaginn. Það kemur því að öllum líkindum í ljós um eða eftir helgi hvert framhaldið verður,“ sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við mbl.is nú rétt í þessu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert