Óvæntur sigur Framara

Frá leik Fram og HK/Víkings í kvöld.
Frá leik Fram og HK/Víkings í kvöld. Ljósmynd/fram.is

Fram vann óvæntan sigur á HK/Víkingi, 1:0, þegar liðin mættust á Framvellinum í Safamýri í kvöld í 1. deild kvenna í knattspyrnu.

HK/Víkingur var á toppi A-riðils fyrir tíundu umferðina sem var leikin í gærkvöld og kvöld og hafði unnið átta af níu leikjum sínum. Fram var hinsvegar aðeins með sjö stig.

Birna Sif  Kristinsdóttir skoraði sigurmark Framara beint aukaspyrnu af löngu færi á lokamínútu fyrri hálfleiks og þær bláklæddu vörðust vel í seinni hálfleiknum og innbyrtu stigin þrjú.

Frásögn af leiknum á fram.is

Á sama tíma gerðu Víkingur í Ólafsvík og Þróttur úr Reykjavík 0:0 jafntefli í Ólafsvík. ÍR var því eina af fjórum efstu liðum riðilsins sem vann í umferðinnni og er nú á toppnum.

ÍR er með 26 stig, HK/Víkingur 24, Víkingur Ó. 22, Þróttur R. 18, Fram 10, KH 8, Skínandi 4 en Hvíti riddarinn ekkert stig. KH og Hvíti riddarinn eiga eftir lokaleik umferðarinnar. Tvö efstu liðin eru örugg í átta liða úrslit deildarinnar og afar líklegt er að þriðja liðið fari einnig þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert