ÍBV vann í átta marka leik

Leikmenn Selfoss fagna marki sínu gegn ÍBV í fyrri umferðinni.
Leikmenn Selfoss fagna marki sínu gegn ÍBV í fyrri umferðinni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Selfoss, 5:3, í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Jáverk-vellinum á Selfossi í kvöld þar sem öll mörkin voru skoruð á fyrstu 50 mínútum leiksins.

Díana Dögg Magnúsdóttir kom ÍBV yfir á 11. mínútu en Magdalena Anna Reimus jafnaði fyrir Selfoss tíu mínútum síðar. Cloe Lacasse, Leonie Pantratz og Sigríður Lára Garðarsdóttir komu Eyjakonum síðan í 4:1 fyrir hlé.

Lacasse skoraði aftur á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, 5:1, en á næstu fjórum mínútum svöruðu Eva Lind Elíasdóttir og minnkuðu muninn í 5:3. Þar við sat.

ÍBV er áfram í 5. sætinu en er nú komið með 15 stig, tveimur minna en Þór/KA sem er í fjórða sæti. Selfoss er að dragast enn meira niður í fallbaráttuna en liðið er í 7. sæti sem stendur með 9 stig.

Selfoss 3:5 ÍBV opna loka
90. mín. Leik lokið Síðasti dans í dalnum hefur verið stiginn og Eyjakonur ná að sigla í gegnum Brim og boðaföll til að landa sigri. Þær verða glaðar Á Þjóðhátíð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert