Bjarni lánaður til HK

Bjarni Gunnarsson fagnar sigurmarki sínu fyrir ÍBV gegn KR í …
Bjarni Gunnarsson fagnar sigurmarki sínu fyrir ÍBV gegn KR í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn hafa lánað sóknarmanninn Bjarna  Gunnarsson til fyrstudeildarliðs HK út þetta tímabil og hann er löglegur í kvöld þegar Kópavogsliðið tekur á móti Leikni úr Reykjavík í Kórnum.

Bjarni er 23 ára gamall og kom til Eyjamanna frá Fjölni sumarið 2013. Hann hefur leikið sjö leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar og skorað eitt mark en ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í deildinni. Bjarni hefur auk þess skorað tvívegis fyrir ÍBV í bikarnum í sumar.

Þá hefur fyrstudeildarlið Fjarðabyggðar fengið markvörðinn Ásgeir Þór Magnússon lánaðan frá Val. Hann kemur í staðinn fyrir Svein Sigurð Jóhannesson, lánsmann úr Stjörnunni, sem er meiddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert