Huginn hársbreidd frá sigri í Grindavík

Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði metin fyrir Grindavík á síðustu stundu.
Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði metin fyrir Grindavík á síðustu stundu. Ljósmynd/Víkurfréttir

Grindavík og Huginn gerðu 2:2 jafntefli þegar liðin mættust í 13. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í kvöld.

Grindavík byrjaði leikinn betur og Björn Berg Bryde kom liðinu yfir á 16. mínútu leiksins. Leikmenn Hugins sneru hins vegar taflinu við á átta mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks, en mörk Péturs Óskarsonar og Jaime Jornet komu Seyðfirðingum fyrir. 

Huginn var grátlega nærri því að tryggja sér mikilvæg þrjú stig í fallbaráttu deildarinnar, en Alexander Veigar Þórarinsson Grindavík tryggði stig með jöfnunarmarki sinu á lokaandartökum leiksins. 

Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 25 stig tveimur stigum á undan Leikni Reykjavik sem er sæti neðar.

Þrátt fyrir sterkt stig Hugins á erfiðum útivelli dregur í sundur með liðinu og liðunum í næstu sætum fyrir ofan fallsæti þar sem Haukar og HK báru bæði sigur úr býtum í leikjum sínum. 

Huginn er nú með 10 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fjórum stigum frá Haukum, HK og Fjarðabyggð sem eru í sætunum fyrir ofan fallsvæðið. 

90. Leik lokið í Grindavík með 2:2 jafntefli. 

90. MAAARK. Grindavík - Huginn, 2:2. Þvílík dramatík í Grindavík. Huginn er nokkrum sekúndum frá því að færa sig nærri liðunum fyrir ofan fallsæti. Alexander Veigar Þórarinsson skoara á lokamínútu leiksins og tryggir Grindavík stig. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn í Grindavík. 

45. Hálfleikur í Grindavík. 

32. MAAARK. Grindavík - Huginn, 1:2. Jaime Jornet kemur Huginn yfir með glæsilegu marki. Guijarro skorar með skoti rétt utan vítateigs sem fer upp í samskeytin á marki Grindavíkur. 

24. MAAARK. Grindavík - Huginn, 1:1. Pétur Óskarsson jafnar metin fyrir Huginn þegar hann fær sendingu frá Ingólfi Árnasyni úr aukaspyrnu og skallar boltann í netið. Pétur var einn og óvaldaður í vítateig Grindavíkur og sending Ingólfs var hárnákvæm og rataði beint á kollinn á Pétri. 

16. MAAARK. Grindavík - Huginn, 1:0. Björn Berg Bryde kemur Grindavík yfir þegar hann fær sendingu á fjærstöngina í kjölfarið á hornspyrnu liðsins og klárar færið laglega. 

1. Leikurinn er loksins hafinn í Grindavík. 

0. Leikurinn átti að hefjast klukkan 19.15 en þar sem flugi Huginsmanna til Reykjavíkur seinkaði var leiknum seinkað um rúman klukkutíma. 

0. Huginn og Grindavík eru hvort á sínum enda töflunnar, en Huginn er í næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig og Grindavík í öðru sæti með 24 stig.   

Byrjunarlið Grindavíkur: Kristijan Jajalo – Fransisco Eduardo Cruz Lemaur, William Daniels, Gunnar Þorsteinsson, Matthías Örn Friðriksson, Alexander Veigar Þórarinsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Andri Rúnar Bjarnason, Juan Manuel Ortiz Jimenez, Jósef Kristinn Jósefsson (F), Björn Berg Bryde. 

Byrjunarlið Hugins: Atli Gunnar Guðmundsson – Ivan Eduardo Nobrega Silva, Blazo Lalevic, Rúnar Freyr Þórhallsson, Pétur Óskarsson, Ingimar Jóhannsson, Stefán Ómar Magnússon, Jaime Jornet Guijarro, Birkir Pálsson (F), Ingólfur Árnason, Elmar Bragi Einarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert