ÍA með 900 leiki og Fjölnir með 100 leiki

Skagamenn hafa leikið í sjötíu ár á Íslandsmótinu.
Skagamenn hafa leikið í sjötíu ár á Íslandsmótinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Skagamenn léku sinn 900. leik í efstu deild karla á sunnudaginn þegar þeir fengu Eyjamenn í heimsókn. ÍA, sem lék fyrst á Íslandsmótinu 1946, er fjórða leikjahæsta félag deildarinnar, á eftir KR (1.096), Val (1.055) og Fram (1.017). Næstir á eftir Skagamönnum eru Keflvíkingar með 845 leiki.

Ennfremur léku Fjölnismenn sinn 100. leik í deildinni þegar þeir tóku á móti Valsmönnum í Grafarvogi á sama tíma. Fjölnir, sem lék fyrst í efstu deild árið 2008, er átjánda félagið í sögunni til að ná 100 leikjum. Síðustu félög á undan Fjölni til að ná þessum áfanga voru Stjarnan og Grindavík árið 2000 en félögin náðu þeim áfanga sameiginlega þegar þau mættust í 10. umferðinni það sumar.

Gunnar Már Guðmundsson hefur spilað 95 af þessum 100 leikjum Fjölnis. Þórður Ingason markvörður er næsthæstur með 82 leiki.

Stjarnan vann sinn 100. leik í efstu deild þegar liðið lagði Fylki í Árbænum á sunnudagskvöldið. Fyrir leikinn var Stjarnan með 99 sigra og 99 töp í deildinni og skömmu fyrir leikslok stefndi allt í 100. tapleikinn, áður en Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvívegis.

Aðsókn á leikina fer áfram vaxandi eftir lægðina í kringum EM. Flestir mættu á leik Fylkis og Stjörnunnar, eða 1.475 áhorfendur,og þá voru 1.290 á leik Víkings R. og KR.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er birt úrvalslið 12. umferðar og staðan í M-gjöfinni, og þar er umfjöllun um Róbert Örn Óskarsson markvörð Víkings R. sem átti stórleik gegn KR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert