Óvænt úrslit fyrir norðan

Hákon Ingi Jónsson, leikmaður HK, í vítateig Leiknis R. í …
Hákon Ingi Jónsson, leikmaður HK, í vítateig Leiknis R. í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

KA tapaði sínum fyrsta leik síðan í annarri umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Haukum, 1:0, á Akureyrarvelli í kvöld. Það voru einmitt Haukar sem sigruðu KA í annarri umferðinni, en Haukar eru eina liðið sem hefur tekist að leggja KA að velli í deildinni í sumar. 

HK vann 2:1 sigur gegn Leikni Reykjavik og tryggði sér mikilvæg stig í fallbaráttu deildarinnar. Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði skildu svo jöfn, 2:2, í nágrannaslag á Eskjuvelli. 

Þessi úrslit þýða Fjarðabyggð, HK og Haukar eru öll með 14 stig í sætunum fyrir ofan fallsæti. Leiknir Fáskrúðsfirði situr enn á botni deildarinnar, en liðið er með níu stig og er fimm stigum frá næstu liðum fyrir ofan fallsæti.  

Þá er Leiknir Reykjavík enn í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, en Keflavík getur skotist upp fyrir Leikni með sigri gegn Selfoss í lokaleik umferðarinnar á mánudagskvöldið. 

21.15. Leik lokið á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og Leiknir F. skilja jöfn í Austfjarðarslagnum.

21.13. MAAARK. Fjarðabyggð - Leiknir F., 2:2. Alvöru Austfjarðarlagur. Ignacio Poveda jafnar metin fyrir Leikni á 88. mínútu leiksins. Gaona skorar af stuttu færi eftir að Andres Salas Trenas skallaði boltann til hans. 

21.00. Leik lokið í Kórnum með 2:1 sigri HK. 

21.00. Leik lokið á Akureyrarvelli með óvæntum 1:0 sigri Hauka. 

21.00. Rautt spjald. Óttari Bjarna Guðmundssyni er áminntur með gulu spjaldi í annað skipti og þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. 

21.00. Rautt spjald. Hauki Ásberg Hilmarssyni er vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir groddaralega tæklingu. 

20.44. MAAARK. Fjarðabyggð - Leiknir F., 2:1. Jesus Guerrero kveikir von hjá Leikni F. í Austfjarðarslagnum með því að minnka muninn á 59. mínútu leiksins.  

20.40. MAAARK. HK - Leiknir R., 2:1. Atli Arnarson strengir líflínu fyrir Leikni með marki á 70. mínútu leiksins. Stórglæstilegt mark hjá Atla sem þrumar boltanum af um það bil 30 metra færi upp í samskeytin á marki HK. 

20.31. MAAARK. KA - Haukar, 0:1. Óvænt tíðindi á Akureyravelli þegar Elton Renato Livramento Barros kemur Haukum yfir á 61. mínútu leiksins gegn KA sem trónir á toppi deildarinnar. Elton fær sendingu frá Gunnari Jökli og skorar með góðu skoti.

20.29. MAAARK. HK - Leiknir R., 2:0. Hákon Ingi Jónsson tvöfaldar forystu HK á 59. mínútu leiksins með marki eftir stoðsendingu frá Ágústi Frey Hallssyni sem skoraði fyrra mark HK í leiknum. Eftir laglega skyndisókn HK fær Ágúst Freyr boltann og rennir honum á Hákon Inga sem rekur smiðshöggið á skyndisóknina með skoti af stuttu færi. Hérna unnu gömlu félagarnir úr Fylki vel saman.  

20.30. Seinni hálfleikur hafinn á Eskjuvelli. 

20.15. Seinni hálfleikur hafinn í Kórnum og á Akureyri. 

20.15. Hálfleikur á Eskjuvelli.

20.11. MAAARK. Fjarðabyggð - Leiknir F. Aftur skorar Fjarðabyggð eftir aukaspyrnu Víkings Pálmasonar utan af kanti. Nú siglir aukaspyrnu Víkings á fjærstöngina þar sem Hákon Sófússon kemur aðvífandi og skallar boltann í netið. 

20.00. Hálfleikur í Kórnum og á Akureyri. Staðan er 1:0 fyrri HK gegn Leikni R. Staðan er markalaus í leik KA og Hauka. 

20.00. MAAARK. Fjarðabyggð - Leiknir F., 1:0. Víkingur Pálmason kemur Fjarðabyggð yfir í Austfjarðaslagnum. Aukaspyrna Víkings utan af kanti fer í gegnum vítateig Leiknis F. án þess að nokkur snerti hann og enda í fjærhorninu á marki Fáskrúðsfirðniga. 

19.37. MAAARK. HK - Leiknir, 1:0. Ágúst Freyr Hallssson kemur HK yfir á 22. mínútu leiksins. Ágúst Freyr skorar með hnitmiðuðu skoti eftir laglegan einleik þar sem hann fór framhjá nokkrum varnarmönnum Leiknis R. 

19.30. Leikur Fjarðabyggðar Leiknis F. er hafinn á Eskjuvelli. 

19.15. Tveir leikir kvöldsins eru hafnir, þar er leikir HK og Leiknis R. í Kórnum og KA og Hauka á Akureyri. Leik Fjarðabyggðar og Leiknis F. sem fram fer á Eskjuvelli var seinkað um 15 mínútur og hefst klukkan 19.30. 

Byrjunarlið Fjarðabyggðar: Ásgeir Þór Magnússon - Emil Stefánsson, Sveinn Fannar Sæmundsson, Stefán Þór Eysteinsson (F), Loic Cédric Mbang Ondo, Aron Gauti Magnússon, Andri Þór Magnússon, Víkingur Pálmason, Hákon Þór Sófusson, Brynjar Már Björnsson, Jón Arnar Barðdal

Byrjunarlið Leiknis F.: Adrian Murcia Rodriguez - Guðmundur Arnar Hjálmarsson, Almar Daði Jónsson, Antonio Calzado Arevalo, Jesus Guerrero Suarez (F), Arkadiusz Jan Grzelak, Kristófer Páll Viðarsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson, Tadas Jocys, Andres Salas Trenas, Sólmundur Aron Björgólfsson.

Byrjunarlið KA: Srdjan Rajkovic - Guðmann Þórisson,  Almarr Ormarsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Davíð Rúnar Bjarnason (F), Aleksandar Trninic, Ívar Örn Árnason, Hrannar Björn Steingrímsson, Archange Nkumu. 

Byrjunarlið Hauka: Terrance Williams Dieterich - Gunnar Gunnarsson, Elton Renato Livramento Barros, Arnar Aðalgeirsson, Gunnar Jökull Johns, Birgir Magnús BirgissonGunnlaugur Fannar GuðmundssonDaníel Snorri Guðlaugsson, Alexander Helgason, Aron Jóhannsson, Alexander Freyr Sindrason (F). 

Byrjnuarlið HK: Arnar Freyr Ólafsson - Birkir Valur Jónsson (F), Hinrik Atli Smárason, Leifur Andri Leifsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Ragnar Leósson, Hákon Ingi Jónsson, Árni Arnarson, Aron Ýmir Pétursson, Ágúst Freyr Hallsson, Jökull I Elísabetarson.

Byrjunarlið Leiknis R.: Eyjólfur Tómasson - Eiríkur Ingi Magnússon, Atli Arnarson, Kolbeinn Kárason, Fannar Þór Arnarsson, Brynjar Hlöðversson, Kristján Páll Jónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Óttar Bjarni Guðmundsson (F), Friðjón Magnússon, Ingvar Ásbjörn Ingvarsson.

Upplýsingar um atburði og markaskorara eru fengnar af urslit.net og fótbolti.net. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert