Færeyskur landsliðsmaður i FH

Kaj með Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH:
Kaj með Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH: Ljósmynd/fh.is

Knattspyrnudeild FH hefur gert samning við færeyska landsliðsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu um að leika með karlaliðið félagsins út yfirstandandi leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu FH í dag. Kaj lék síðast með Dinamo Búkarest í Rúmeníu, en þar áður spilaði hann með Levanger FK frá Noregi. 

Kaj er alinn upp hjá Víkingi Götu og Leirvík í Færeyjum þar sem hann spilaði fjögur tímabil með aðalliði félagsins og skoraði 23 mörk í 102 leikjum fyrir félagið. Kaj lék síðast með Dinamo Búkarest, en þar áður spilaði hann með Levanger FK frá Noregi. 

Kaj er fæddur 1991 og á að baki átta landsleiki fyrir A-landslið Færeyja og sex leiki fyrir unglingalandslið Færeyja. 

„Við FH-ingar erum mjög ánægðir að fá til okkar Kaj Leo í Bartalsstovu. Kaj er leikmaður sem mun gefa okkur nýja vídd í sóknarleik. sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við heimasíðu FH. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert