Fann fjölina sína eftir erfiða byrjun

Cloe Lacasse með boltann.
Cloe Lacasse með boltann. mbl.is/Áni Sæberg

Kanadíski framherjinn Cloe Lacasse fór á kostum með ÍBV þegar Eyjakonur unnu Selfoss 5:3 í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Lacasse skoraði tvö mörk og lagði upp tvö mörk fyrir samherja sína í leiknum.

Cloe Lacasse er sá leikmaður sem Morgunblaðið fjallar sérstaklega um eftir 10. umferðina.

„Cloe er rosalega duglegur leikmaður og með mikla leikgleði. Hún gefst aldrei upp og leggur sig alla fram í verkefnið,“ sagði Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, um samherja sinn.

Britney-lög í klefanum

„Hún er ekkert með alltof mikil læti eða eitthvað svoleiðis en er samt mjög hress. Hún sér t.d. um tónlistina í klefanum. Þar spilar hún þá tónlist sem er heitust hverju sinni og hendir svo í gamla góða Britney Spears-slagara inn á milli.“

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert