Grunur um veðmálasvindl á Íslandi

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki á neinn hátt.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki á neinn hátt. mbl.is/Styrmir Kári

Miklum fjárhæðum er veðjað á knattspyrnuleiki hér á landi og stöku sinnum hafa vaknað grunsemdir hvað varðar veðmál leikmanna á eigin leiki. Fyrr í sumar var leikmaður sem lék með liði í 2. deild karla í knattspyrnu rekinn frá félaginu vegna gruns um veðmálasvindl. Þetta kemur fram í frétt á fótbolti.net í dag.  

Leikmaðurinn sem um ræðir fékk dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í einum og sama hálfleiknum í leik með liðinu í sumar og háttsemi hans í þeim atvikum þótti benda til þess að hann hefði ekki hagsmuni félags síns í huga. Eftir þann leik lék leikmaðurinn ekki fleiri leiki með liðinu og samningi hans við félagið var í kjölfarið sagt upp.

Fram kemur í frétt fótbolta.net að fyrrum samherji leikmannsins staðfesti að liðsfélaga hans hafi grunað hann um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Formaður félagsins vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fótbolta.net. Þá sagði Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, að máið hefði ekki ratað inn á borð sambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert