Selfoss bætir við sig framherja

Chante Sherese Sandiford, markvörður Selfoss, stendur í ströngu í leik …
Chante Sherese Sandiford, markvörður Selfoss, stendur í ströngu í leik liðsins gegn Val. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig velska framherjann Sharla Passariello, en henni er ætlað að styrkja sóknarleik liðsins á lokaspretti Pepsi-deildarinnar. Þetta kemur á fótbolta.net í dag. 

Passariello sem er 24 ára gömul hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Wales. Passariello spilaði síðast með Bristol á Englandi. Guðmunda Brynja Óladóttir, aðalframherji Selfoss og fyrirliði liðsins, hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og því á Passariello að koma og bæta flóruna í sóknarleiknum. 

Selfoss er með níu stig í áttunda sæti í Pepsi-deild kvenna, en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum og hefur og sogast niður í harða fallbaráttu. Selfoss er þremur stigum á undan KR sem situr í fallsæti eins og sakir standa.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert