Sigrún Ella í Stjörnuna á nýjan leik

Sigrún Ella Einarsdóttir í leik með Stjörnunni.
Sigrún Ella Einarsdóttir í leik með Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

Sigrún Ella Einarsdóttir hefur fengið félagaskipti í Stjörnuna frá Skínanda. Sigrún Ella mun því koma inn í leikmannahóp Stjörnunnar sem trónir á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Sigrún Ella gekk til liðs við Stjörnuna árið 2014, en hún hefur leikið tvo leiki með Skínanda í sumar eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum.

Sigrún Ella lék 22 leiki með Stjörnunni árið 2014 og skoraði í þeim leikjum sex mörk. Sigrún Ella sleit krossband í júní á síðasta ári, en hún hafði þá leikið átta leiki með Stjörnunni sumarið 2015 án þess að komast á blað.

Sigrún Ella hafði áður en hún meiddist nýverið brotið sér leið inní leikmannahóp íslenska A-landsliðsins og leikið sína fyrstu landsleiki. Sigrún Ella kom inná í sigurleikjum íslenska liðsins gegn Serbíu og Ísrael í undankeppni HM 2015 haustið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert