Þorvaldur dæmir í Evrópudeildinni

Þorvaldur Árnason, knattspyrnudómari dæmir í Hvíta-Rússlandi í kvöld.
Þorvaldur Árnason, knattspyrnudómari dæmir í Hvíta-Rússlandi í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þorvaldur Árnason, knattspyrnudómari verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik hvítrússneska liðsins FC Torpedo-Belaz Zhodino og Arnórs Ingva Traustasonar og félaga hans hjá austurríska liðsinu Rapid Vín í Evrópudeildinni.

Þetta er fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar, en leikið verður í Zhodino í Hvíta Rússlandi. 

Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson og Þóroddur Hjaltalín verður varadómari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert