Fjarðabyggð styrkir vörnina

Ingiberg Ólafur Jónsson í leik með Fram gegn Grindavík.
Ingiberg Ólafur Jónsson í leik með Fram gegn Grindavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ingiberg Ólafur Jónsson, sem leikið hefur í hjarta varnarinnar hjá Fram undanfarin tvö og hálft ár í Pepsi-deild karla í knattspyrnu annars vegar og Inkasso-deildinni hins vegar, er genginn til liðs við Fjarðabyggð. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag. 

Ingiberg Ólafur hefur verið fastamaður í liði Fram síðan hann gekk til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki, fyrir tímabilið 2014. Ingiberg Ólafur og félagar hans hjá Fram féllu úr Pepsi-deildinni árið 2014 og hafa leikið í Inkasso-deidlinni síðustu tvær leiktíðir. 

Fram og Fjarðabyggð eru á svipuðum slóðum í Inkasso-deildinni, en Fram er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig og Fjarðabyggð sæti neðar með 14 stig. Fjarðabyggð er fjórum stigum frá fallsæti þegar 13 umferðir hafa verið leiknar í deildinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert