Endar Eiður Smári á Indlandi?

Eiður Smári.
Eiður Smári. mbl.is/ Skapti Hallgrímsson

Eiður Smári Guðjohnsen er orðaður við lið í indversku úrvalsdeildinni en Eiður sagði skilið við norska úrvalsdeildarliðið Molde fyrr í þessum mánuði.

Meðal þeirra liða sem sýnt hafa áhuga á að fá Eið Smára til liðs við sig eru Pune City, Mumbai City FC og Delhi Dynamos.

„Það líður að lokum ferilsins. Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég hætti alfarið í fótbolta en ég taldi þetta vera rétta ákvörðun á þessum tíma,“ sagði Eiður Smári þegar hann yfirgaf Molde en Eiður verður 38 ára gamall í næsta mánuði.

Eiður Smári hefur víða komið við á sínum glæsilega ferli. Hann lék til að mynda með ensku liðunum Chelsea, Bolton og Tottenham, spænska stórliðinu Barcelona, AEK í Aþenu, belgísku liðunum Cercle Brugge og Club Brugge, Monaco í Frakklandi og með kínverska liðinu Shijiazhuang Ever Bright sem hann spilaði með áður en hann samdi við Molde í febrúar á þessu ári.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert