Fulham staðfestir komu Ragnars (myndskeið)

Ragnar í búningi Fulham.
Ragnar í búningi Fulham. Ljósmynd/FulhamFC

Enska B-deildarliðið Fulham hefur staðfest á heimasíðu sinni að landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hafi gengið í raðir félagsins en eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag var Ragnar að semja við Lundúnaliðið. Ekki kemur fram kaupverðið en Ragnar átti tæp tvö ár eftir af samningi sínum við Krasnodar.

Ragnar gerði tveggja ára samning við Fulham með möguleika á einu ári til viðbótar en hann kemur til liðsins frá rússneska liðinu Krasnodar sem hann hefur spilað með frá árinu 2014.

Ragnar gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu um næstu helgi þegar það sækir Blackburn heim í deildinni.

Heimasíða Fulham rifjar það upp að Ragnar hafi skorað fyrra mark Íslands í fræknum sigri á Englendingum í 16-liða úrslitunum á EM í sumar og hafi í leikslok verið útnefndur maður leiksins.

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert