Seldur á rúmlega 600 milljónir króna

Ragnar í búningi Fulham.
Ragnar í búningi Fulham. Ljósmynd/FulhamFC

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla greiðir Fulham rússneska liðinu Krasnodar um 4 milljónir punda, jafngildi 615 milljóna króna, fyrir landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við Lundúnaliðið.

Þetta er sama upphæð og Krasnodar greiddi fyrir Ragnar þegar það fékk hann frá danska úrvalsdeildarliðinu FC København fyrir tveimur árum.

„Mig hefur lengi dreymt um að spila á Englandi og ég er gríðarlega ánægður að vera kominn til Fulham,“ sagði Ragnar við mbl.is í kvöld en lengra viðtal við landsliðsmanninn verður í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert