Stórsigur hjá Avaldsnes

Hólmfríður Magnúsdóttir og samherjar í Avaldsnes fara vel af stað …
Hólmfríður Magnúsdóttir og samherjar í Avaldsnes fara vel af stað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norska liðið Avaldsnes vann stórsigur á norður-írska liðinu Newry City Ladies í 8. riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag, 11:0. Hólmfríður Magnúsdóttir lék allan leikinn með Avaldsnes en skoraði ekki mark. Þórunn Helga Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá norska liðinu 14 mínútum fyrir leikslok.

Leikir riðilsins fara fram í Finnlandi en auk Avaldsnes og Newry City Ladies tekur portúgalska liðið Benfica þátt og heimaliðið, PK-35 Vantaa. Viðureign Benfica og PK-35 fer fram síðar í dag. 

Næsta umferð fer fram á fimmtudag og lokaumferðin á sunnudag. Efsta liðið tryggir sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar. 

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í 3. riðli keppninnar sem fram fer í Cardiff. Breiðablik mætir Spartak Subotica frá Serbíu síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert