Eiður Smári til Indlands

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Skapti

Sóknarmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er genginn til liðs við FC Pune City í Indlandi. Félagið greindi frá þessu á twitter nú fyrir stundu.

Eiður sagði skilið við norska úrvalsdeildarliðið Molde fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið orðaður við ýmis lið í indversku úrvalsdeildinni. Átta lið leika í indversku deildinni, sem hefst í október og lýkur rétt fyrir jól.

Eiður Smári hef­ur víða komið við á sín­um glæsi­lega ferli. Hann lék til að mynda með ensku liðunum Chel­sea, Bolt­on og Totten­ham, spænska stórliðinu Barcelona, AEK í Aþenu, belg­ísku liðunum Cercle Brug­ge og Club Brug­ge, Monaco í Frakklandi og með kín­verska liðinu Shijiazhuang Ever Bright sem hann spilaði með áður en hann samdi við Molde í fe­brú­ar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert