Allt opið fyrir lokaleik Breiðabliks

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Markatala gæti ráðið því hvort Íslandsmeistarar Breiðabliks komist í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna.

Þetta varð ljóst eftir 3:2 sigur Spartak Subotica gegn Cardiff í dag en fyrr um daginn hafði Breiðablik unnið 5:0 stórsigur á búlgarska liðinu NSA Sofia.

Nú er staðan orðin sú að Breiðablik og Spartak hafa jafnmörg stig fyrir lokaleikina í riðlinum og þar sem liðin gerðu 1:1 jafntefli í innbyrðisviðureign sinni, er ljóst að markatala mun ráða úrslitum ef liðin enda jöfn.

Breiðablik mætir baráttuglöðu liði Cardiff, sem enn þá á möguleika á því að komast áfram en Spartak mætir slöku liði NSA Sofia þar sem Spartak ætti að eiga sigurinn vísan. Fari svo að Spartak bursti búlgarska liðið verður Breiðablik að vinna öruggan sigur á Cardiff, til að fara áfram.

Staðan: Stig - mörk + / -

Breiðablik 4 stig - +5

Spartak 4 stig - +1

Cardiff 3 stig - +3

NSA Sofia 0 stig - -9

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert