Ísland mætir Möltu í nóvember

Ísland mætir Möltu í nóvember. Hér má sjá liðsmynd frá …
Ísland mætir Möltu í nóvember. Hér má sjá liðsmynd frá EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Möltu í vináttulandsleik 15. nóvember næstkomandi á þjóðarleikvangi Maltverja, Ta’Qali. Þetta kemur frá á vefsíðu knattspyrnusambandsins.

Ísland og Malta hafa 12 sinnum mæst áður og hefur Ísland haft betur í níu skipti, tvívegis hefur Malta unnið og einu sinni hafa þjóðirnar gert jafntefli.

Þjóðirnar mættust síðast árið 2008 þegar Ísland vann 1:0 sigur með marki Heiðars Helgusonar.

Leikurinn gegn Möltu er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir undakeppni HM en fyrsti leikur liðsins er gegn Úkraínu á útivelli 5. september.

Hér má sjá riðil Íslands og leikjaniðurröðun þess fyrir undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert