Ingimundur tryggði Fjölni stig í blálokin

Martin Lund Pedersen og Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttunni á …
Martin Lund Pedersen og Ásgeir Börkur Ásgeirsson í baráttunni á Extravellinum í kvöld. mbl.is/Golli

Fjölnir og Fylkir gerðu 1:1 jafntefli í Pepsi-deild karla í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en Fylkir er í næstneðsta sæti með 14 stig.

Liðin sóttu á víxl í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér almennileg marktækifæri. Staðan að loknum fyrri hálfleik því markalaus.

Gestirnir úr Árbænum hófu leikinn af nokkrum krafti og skoruðu fyrsta marks leiksins á 55. mínútu. Arnar Bragi Bergsson tók hornspyrnu frá vinstri og Álvaro Montejo var aleinn og yfirgefinn á nærstöng og stangaði boltann í markið.

Fyrrverandi Fylkismaðurinn Ingimun dur Níels Óskarsson jafnaði metin með skallamarki á síðustu stundu fyrir Fjölnismenn. Ekki mátti tæpara standa því dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, flautaði til leiksloka þegar Fylkismenn tóku miðju og hugðust hefja leik eftir jöfnunarmarkið.

Fjölnir 1:1 Fylkir opna loka
90. mín. Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) fær gult spjald Fyrir brot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert