Kolbeinn gengur í raðir Galatasaray

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. AFP

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson mun leika með tyrkneska liðinu Galatasaray út leiktíðina. Kolbeinn stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og í kjölfarið mun hann skrifa undir samning við það og verða kynntur til leiks hjá því. Andri Sigþórsson, umboðsmaður Kolbeins og bróðir hans, staðfesti þetta í samtali við mbl.is nú rétt í þessu.

Kolbeinn kemur til Galatasaray að láni frá franska liðinu Nantes, þar sem hann skoraði 3 mörk í 26 leikjum á síðustu leiktíð, en ákvæði er í samningi liðanna um að Galatasaray geti samið við Kolbein til frambúðar eftir tímabilið.

Galatasaray er sigursælasta félag Tyrklands, en liðið hafnaði í sjötta sæti tyrknesku efstu deildarinnar á síðasta keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert