Aron Einar í kapphlaupi við tímann

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í leik …
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í leik liðsins gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018. AFP

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff City og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er fjarri góðu gamni þessa dagana vegna tognunar í kálfa. Aron Einar varð fyrir meiðslunum í leik með Cardiff City gegn Leeds í síðustu viku. Þetta kemur fram á vefsíðunni 433.is. 

Aron Einar mun ekki spila með Cardiff City gegn Derby County þegar liðin mætast í ensku B-deildinni á morgun og spilar að öllum líkindum ekki með liðinu gegn Burton i deildinni á laugardaginn kemur.

Aron Einar kemur svo til móts við íslenska landsliðiðið á sunnudaginn kemur, en Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM 2018 á miðvikudaginn kemur og aðra helgi mætir íslenska liðið síðan Tyrklandi í sömu keppni.

,,Ég er jákvæður fyrir því að ná leiknum við Finnland,“ sagði Aron Einar í samtali við 433.is í dag.

Aron Einar tekur því þátt í kapphlaupi við tímann líkt og Kolbeinn Sigþórsson sem glímir við hnémeiðsli og óljóst er um þátttöku Kolbeins í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert