Grindvíkingar með pennann á lofti

Jónas Björgvin Sigurbegsson, leikmaður Þórs Akureyrar, skýtur að marki og …
Jónas Björgvin Sigurbegsson, leikmaður Þórs Akureyrar, skýtur að marki og Fransisco Cruz og Kristijan Jajalo, leikmenn Grindavíkur, til varnar. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Grindavík sem verður nýliðið i úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð hefur skrifað undir nýja tveggja ára samninga við bosníska markvörðinn Kristijan Jajalo og bandaríska framherjann Will Daniels. Þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti. net. 

Jajalo gekk til liðs við Grindavík í júlí í sumar, en Maciej Majewski sem varið hafði mark Grindavíkur sleit hásin fyrir tímabilið og Anton Ari Einarsson sem kom á láni frá Val og átti að fylla skarð Majewski var kallaður til baka úr láninu.

Hlynur Örn Hlöðversson kom til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki og lék ellefu leiki með Grindavík í deild og bikar, en Hlynur Örn var síðan í byrjun júlímánaðar og Jajalo tók stöðu Hlyns Arnar og stóð á milli stanganna hjá Grindavík út leiktíðina. 

Daniels skoraði sex mörk í þeim sautján leikjum sem hann spilaði fyrir Grindavík í sumar og sú frammistaða hans heillaði forráðamenn félagsins nóg til þess að þeir vilji halda honum hjá félaginu næstu tvö árin.

Forráðamann Grindavíkur hafa tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning sinn við brasilíska kantmanninn Josiel Alves De Oliveira, en hann spilaði einungis níu leiki með liðinu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert