Breiðablik mætir Ajax á morgun

Alfons Sampsted er enn gjaldgengur í 2. flokki Breiðabliks en …
Alfons Sampsted er enn gjaldgengur í 2. flokki Breiðabliks en hefur leikið með meistaraflokki liðsins í sumar. mbl.is/Eggert

Íslandsmeistarar Breiðabliks í 2. flokki karla í knattspyrnu mæta einu öflugasta unglingaliði Evrópu þegar þeir fá Ajax í heimsókn í 1. umferð ungmennadeildar UEFA á morgun kl. 16.

Leikið verður á Kópavogsvelli og er aðgangur ókeypis. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur en liðin mætast í Hollandi 19. október.

Óttar Magnús Karlsson, framherji Víkings R. og fyrrverandi leikmaður Ajax, er í viðtali við Ajax Showtime vegna leikjanna þar sem hann segir að vissulega sé getumunur á Breiðabliki og Ajax, en hann sé minni en fólk telji.

„Ég reikna með að Ajax verði meira með boltann og stjórni leiknum. Breiðablik mun líklega spila þéttan varnarleik og freista þess að nýta skyndisóknir,“ sagði Óttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert