Þrír Ólsarar í leikbann

Pape Mamadou Faye verður í banni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Pape Mamadou Faye verður í banni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrír leikmenn Víkings Ólafsvíkur taka út leikbann þegar liðið mætir Stjörnunni í ákaflega mikilvægum leik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn.

Egill Jónsson, Pape Mamadou Faye og Tomasz Luba voru í dag allir úrskurðaðir í leiks bann á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH verður fjarri góðu gamni í leiknum á móti ÍBV og sömu sögu er að segja um Eyjamanninn Andra Ólafsson.  Fjölnismaðurinn Mario Tadejevic missir af leiknum mikilvæga á móti Breiðabliki og þá taka þeir út bann í lokaumferðinni Víkingurinn Alex Freyr Hilmarsson og Þróttarinn Karl Brynjar Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert