Spennan aldrei verið meiri í 10 liða deild

Stjarnan og Breiðablik berjast um Íslandsmeistaratitilinn.
Stjarnan og Breiðablik berjast um Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Árni Sæberg

Því hefur verið haldið fram að keppni í Pepsi-deild kvenna hafi aldrei verið eins jöfn og spennandi eins og á þessari leiktíð. Sé það rétt kristallast það meðal annars í því að baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn mun ekki ljúka fyrr en síðdegis á morgun, í 18. og síðustu umferðinni, og þrjú lið eiga í jafnri og æsispennandi baráttu um að forðast það að fylgja Skagakonum niður í 1. deildina.

Morgunblaðið rýndi í úrslit allra leikja í úrvalsdeild kvenna frá stofnun 10 liða deildar, árið 2008, og samkvæmt þeirri yfirferð er alveg ljóst að deildin hefur svo sannarlega aldrei verið jafnari eða eins spennandi og nú. Blaðið skoðaði hver meðalmarkamunur hefði verið í leikjum allra níu keppnistímabilanna, nú þegar einni umferð er ólokið á þessu ári, og einnig fjölda leikja sem enduðu með að minnsta kosti fjögurra marka sigri, en þær tölur ættu að geta gefið góða hugmynd um fjölda mjög ójafnra leikja.

Niðurstaðan er sú að í ár er meðalmarkamunur í leik í fyrsta sinn undir tveimur mörkum. Mestur varð hann 3,2 mörk í leik árið 2009 og þá voru jafnframt 32 leikir sem enduðu með fjögurra marka sigri eða stærri. „Stórsigrarnir“ hafa aldrei verið færri en nú, en þeir eru orðnir 15 fyrir lokaumferðina og geta því í mesta lagi orðið 20. Þeir voru alls 29 talsins í fyrra og þá var markamunur í leik að meðaltali 2,5 mörk í stað 1,9 í ár.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert