Víkingar semja við tvo lykilmenn

Löwing og Tufegdzic sáttir með sína samninga í dag.
Löwing og Tufegdzic sáttir með sína samninga í dag. Ljósmynd/vikingur.is

Úrvalsdeildarlið Víkings í knattspyrnu karla hefur framlengt samninga sína við tvo leikmenn liðsins, þá Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic. Þeir eru nú báðir samningsbundnir út árið 2018. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag.

„Þetta er stór liður í áframhaldandi uppbyggingu knattspyrnunnar í Fossvogi og ríkir mikil ánægja meðal Víkinga með framlag þeirra til félagsins“ segir á vef félagsins í dag.

Alan Lowing hefur leikið sex ár á Íslandi, fyrst með fram en síðustu þrjú árin hefur kappinn leikið með Víkingum en hann á alls 128 leiki í deild og bikar hér á landi. 

Vladimir Tufegdzic gekk í raðir Víkinga í fyrra frá Serbíu og hefur leikið 28 leiki í deild og bikar og skorað í þeim níu mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert