Fjolla með slitið krossband

Fjolla Shala í leik með Breiðabliki gegn Fylki í sumar.
Fjolla Shala í leik með Breiðabliki gegn Fylki í sumar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjolla Shala, knattspyrnukonan öfluga úr Breiðabliki, er með slitið krossband í hné en hún meiddist í síðasta leik Kópavogsliðsins í Pepsi-deild kvenna, gegn Akranesi.

Fjolla er að vonum ekki með Breiðabliki í leiknum gegn Val sem nú stendur yfir á Hlíðarenda og í frétt Fótbolta.net er haft eftir henni að krossbandið sé slitið.

Þar með er ólíklegt að Fjolla verði tilbúin þegar næsta Íslandsmót hefst en hún hefur verið í stóru hlutverki á miðjunni hjá Breiðabliki í ár. Hún er 23 ára gömul og hefur lokið sínu fimmta tímabili með Kópavogsliðinu en lék áður með Fylki, Fjölni og Leikni R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert