Gunnar hættur hjá Selfossi

Leikmenn Selfoss fagna marki sínu gegn ÍBV fyrr í sumar.
Leikmenn Selfoss fagna marki sínu gegn ÍBV fyrr í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðjón Bjarni Hálfdánarson sem tók við kvennaliði Selfoss í knattspyrnu af Valorie Nicole O'Brien um mitt sumar hefur ákveðið að hætta störfum sem þjálfari liðsins. Þetta tilkynnti hann í samtali við fjölmiða eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Fylki í dag, en úrslit í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu þýða að Selfoss féll úr efsti deild.  

„Framtíðin er björt á Selfossi og það eru til staðar bæði ungir og efnilegir leikmenn og góður kjarni öflugra leikmanna. Selfoss mun staldra stutt við í næstefstu deild. Ég hef hins vegar ákveðið að hætta með liðið og það er því annara að koma liðinu á þann stað sem liðið á heima,“ sagði Guðjón Bjarni eftir leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert