Má spila þrátt fyrir leikbannið

Pontus Nordenberg í leik með Ólafsvíkingum í sumar.
Pontus Nordenberg í leik með Ólafsvíkingum í sumar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sænski bakvörðurinn Pontus Nordenberg verður ekki í leikbanni á morgun þegar Víkingur frá Ólafsvík mætir Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, enda þótt hann hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann í vikunni.

Bannið fékk hann fyrir orð sem hann lét falla eftir leik Ólafsvíkinga gegn Fylki á dögunum, við myndatökumann frá Stöð 2 Sport, sem síðan birti myndskeiðið.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti við fótbolta.net fyrir stundu að þar sem Ólafsvíkingar áfrýjuðu úrskurðinum tekur hann ekki gildi á morgun. Áfrýjunin verður ekki tekin fyrir fyrr en í næstu viku, þannig að bannið kæmi ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta leik á næsta keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert