„Ég er svo þakklát“

Harpa Þorsteinsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í gær.
Harpa Þorsteinsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hefur verið smá rússíbani fyrir mig í sumar, ég viðurkenni það alveg,“ sagði markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar, þegar Morgunblaðið tók hana tali eftir að Garðbæingar höfðu tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á sex árum með sigri á FH, 4:0, í lokaumferð deildarinnar í gær.

Áður en Íslandsmeistarabikarinn fór á loft fékk Harpa sjálf tvær viðurkenningar; annars vegar sem besti leikmaður deildarinnar eftir kosningu leikmanna og svo sem markahæsti leikmaðurinn með tuttugu mörk í sextán leikjum. Þetta er jafnframt í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Harpa fær þessar viðurkenningar.

„Þetta er bara fáránlegt eiginlega. Fyrir fjórum árum hefði ég ekki trúað þessu. Ég er svo þakklát, en þetta eru verðlaun fyrir liðið líka. Þegar liðið spilar svona þá nýt ég góðs af því. Að Stjarnan sé að skila inn svona mörgum verðlaunum á þessum fáu árum er eiginlega bara ótrúlegt,“ sagði Harpa.

Sjá viðtal við Hörpu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert